16.07.1919
Neðri deild: 8. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 972 í C-deild Alþingistíðinda. (3508)

36. mál, útflutningsgjald af síld

Frsm. (Sigurður Sigurðsson):

Fjárhagsnefndin hefir haft mál þetta til meðferðar, og leggur hún til, að frv. verði samþ. með breytingum þeim, sem eru á þgskj. 61.

Þess mun ekki þörf að fara mörgum orðum um nauðsyn þá, sem hjer er um að ræða, sem er sú, að afla landssjóði tekna.

Það er öllum kunnugt, að fjárhagur landsins er, því miður, alt annað en góður, en hins vegar er í mörg horn að líta.

Má meðal annars benda á, að nú liggja fyrir þinginu ýms frv., sem fara fram á stórkostlegan útgjaldaauka, svo sem launafrv. stjórnarinnar o. fl.

Nefndin hefir því, með tilliti til þessa, lagt það til, að tollurinn verði hækkaður úr 3 kr. upp í 4 kr.

Vona jeg því, að hv. deild, sjái nauðsyn þá, sem á er, svo að hvorki frv. nje brtt. nefndarinnar mæti mótstöðu.

Annars er málið svo ljóst, að ekki þarf frekari skýringa.