16.07.1919
Neðri deild: 8. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 972 í C-deild Alþingistíðinda. (3509)

36. mál, útflutningsgjald af síld

Pjetur Jónsson:

Jeg vildi að eins vekja athygli hv. nefndar á því, að lög þessi eiga að öðlast gildi 1. jan. 1920. En það gæti orðið athugavert og valdið órjetti, þar sem ekki er vist, að allir hafi fyrir þann tíma komið síldinni út frá þessu ári. En nú er ekki ætlast til, að tollur þessi leggist á hana.

Jeg held því, að betra væri að láta lögin ekki öðlast gildi fyr en 1. apríl eða 1. maí, enda væri það með öllu áhættulaust, því að síldveiði verður þá naumast byrjuð og alls ekki farið að senda neitt út frá því ári.