18.07.1919
Neðri deild: 10. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 976 í C-deild Alþingistíðinda. (3515)

36. mál, útflutningsgjald af síld

Fjármálaráðherra (S. E.):

Mjer dettur ekki í hug að trúa því, að útlendingar hjer við land, sem síldveiði stunda í sumar, geri alvöru úr að salta síldina fyrir utan landhelgi, heldur er þetta bara hótun, sem aldrei verður framfylgt. Um það ber líka öllum saman, sem til þekkja nyrðra með síldarreksturinn.

Vissulega er jeg fús á að ganga inn á hærri skatt af síldargróða á þessu ári, því sannarlega veitir ríkissjóði ekki af fjenu. En ástæðan til þess, að stjórnin kom ekki með frv. í þá átt, var sú, að annað frv. er á döfinni, sem snertir síldarútveginn, nefnilega frv. um tunnutollinn

Það er að vísu satt, að mjög erfitt er að segja um verð á síld framvegis, en þó virðast horfurnar góðar, og menn ytra virðast meira en áður vera farnir ið sækjast eftir íslenskri síld. En ef hins vegar horfurnar yrðu slæmar, J á er vitanlega enginn slægur í því fyrir landsmenn að fást við síldveiðar, og tollurinn þá að sama skapi minni.

Það þarf ekki um það að deila, að allmikið af tollinum mun koma á þann stað, sem allir hljóta að telja rjettmætt, nefnil. á útlendinga, sem ekkert annað borga til ríkisþarfa. Það eitt ætti að vera næg hvöt fyrir Alþingi til að taka frv. vel. Enda efast jeg ekki um, að hv. Ed. taki því vel. (M. Ó.: Það leyfi jeg mjer að efast um). Jeg tel engan vafa á því.