06.09.1919
Efri deild: 50. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1045 í B-deild Alþingistíðinda. (3561)

7. mál, landamerki o. fl.

Frsm. (Magnús Torfason):

Jeg ætla að eins að lýsa yfir því, að breytingarnar, sem gerðar hafa verið í neðri deild, eru allar, að undantekinni einni, lítilfjörlegustu orðabreytingar. Eina breytingin, sem breyting getur talist, er að dómskostnaður skuli greiddur þegar að hverri þingathöfn lokinni. Þetta atriði bar á góma í nefndinni hjer áður en frv. var sent til neðri deildar, en nefndin leit svo á, að dómarar fengju málskostnað greiddan af landsfje, þar til hann yrði innheimtur, með því að þeir væru skyldir til að taka landamerkjamál fyrir ex officio. En nefndin sjer ekkert á móti brtt. hv. neðri deildar; samkvæmt henni fer um þessi mál eins og hver önnur privatmál, og fyrir það verður girt, að landssjóður bíði nein útgjöld af.