07.07.1919
Efri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 994 í C-deild Alþingistíðinda. (3577)

24. mál, afstaða foreldra til óskilgetinna barna

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg gat þess við umr. um frv. um stofnun og slit hjúskapar, hvernig þetta frv. er til komið. Jeg sje ekki ástæðu til að ræða frv. nánar að svo komnu, og læt nægja með að vísa til athugasemdanna við það. Jeg skal raunar geta þess, þótt vikið sje að því athugas., að í frv. er gengið nokkru lengra en venja er til í því, að veita óskilgetnum börnum erfðarjett. Þó vildi stjórnin ekki fara eins langt og lagadeild háskólans; ekki lengra en það, að veita óskilgetnum börnum erfðarjett eftir föður sinn, ef hann hefir gengist við barninu. Þennan sama rjett veita Svíar svo kölluðum trúlofanabörnum. Mikið af efni frv. hefir þegar verið lögtekið hjer. Yfirleitt er það álit mitt, að frv. sje mjög svo í samræmi við kröfur tímanna.