06.08.1919
Efri deild: 22. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 996 í C-deild Alþingistíðinda. (3585)

15. mál, einkaleyfi

Frsm. (Magnús Torfason):

Jeg get að mestu látið mjer nægja að vísa til athugasemdanna við frv., og það því fremur, sem málið á þessu frv. er yfirleitt betra en á öðrum nýmælafrv. stjórnarinnar.

Nefndin leggur til að gera allmargar brtt. á frv., en flestar eru þær að eins orðabreytingar, sumar lútandi að því að færa orðalagið til betra máls, sumar til þess að gera það skýrara.

Efnisbreytingar eru fáar.

Um brtt. 2, b. skal jeg geta þess, að nefndin leit svo á, að óþarft væri að setja það ákvæði, er þar greinir, með því að samkvæmt frv. sjálfu er ekki ætlast til þess, að sjerfræðingur fjalli um einkaleyfi.

Um. 13. brtt. er það að segja, að nefndin leit svo á, að koma þyrfti skýrt fram, að fangelsi lægi að eins við ítrekuðu broti, og að viðkunnanlegra væri, að það sæist, að sektirnar rynnu í ríkissjóð.

16. brtt. er af því sprottin, að eftir frv. sýnist fyrirkomulagið taka til einkaleyfanna sjálfra, en á að eins við einkaleyfisbrjefin.