01.08.1919
Neðri deild: 23. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1009 í C-deild Alþingistíðinda. (3605)

105. mál, ritsíma- og talsímakerfi (Bólstaðarhlíðarsími)

Flm. (Þórarinn Jónsson):

Jeg þarf ekki að láta mörg orð fylgja frv. þessu, sem komið er fram eftir ósk hlutaðeigandi hjeraðsbúa og í samráði við landssímastjóra. Að vísu skal jeg geta þess, að það er enn með öllu óákveðið, hvar símalínan verði látin liggja, hvort heldur austan Blöndu eða vestan. Landssímastjórinn hefir enn eigi rannsakað, hvar hentugast muni vera að leggja hana, og vill því, eins og eðlilegt er, ekkert segja um það að svo stöddu, enda er þess eigi þörf á þessu stigi málsins.

Jeg vil leyfa mjer að stinga upp á, að frv. verði vísað til samgöngumálanefndar, að lokinni umr.