17.07.1919
Neðri deild: 9. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1063 í C-deild Alþingistíðinda. (3638)

45. mál, raforkuvirki

Flm. (Bjarni Jónsson):

Jeg skal vera stuttorður. Get jeg verið það, því að öllum er ljóst, að ef nokkur virki koma upp, sem hafa svo sterka strauma, að mannhætta geti af stafað, þá er allrar varúðar þörf. Í öllum löndum eru lög sem þessi. Þau eru sjálfsagður fylgifiskur raforkuvirkjunar.

Legg jeg til, að frv. sje einnig vísað til sömu nefndar og hinum frv.