21.07.1919
Neðri deild: 12. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 669 í B-deild Alþingistíðinda. (370)

32. mál, sala á hrossum til útlanda

Pjetur Jónsson:

Jeg vil geta þess, til skýringar því, sem sagt er á 2. bls. nál., að gert er ráð fyrir, að hrossin þurfi að vera 1 þuml. hærri á markaðsstað heldur en á útflutningsstað. Í auglýsingu útflutningsnefndar verður hæðarmálið þess vegna 1 þuml. meira en skýrt er frá í nál., með því að þar er sagt frá áskilinni lágmarkshæð hrossanna á útflutningsstað.

Þessi mismunur styðst við þá reynslu, að hrossin slæpast og lækka á löngum rekstri; þau geta lækkað um — 1 þuml. En þótt þessi munur komi einkum fram á hrossum þeim, sem rekin eru langt að, vildi nefndin samt gera öllum hjeruðum jafnhátt undir höfði í þessu efni, hvort sem þau væru í grend við útflutningsstað eða langt í burtu.