08.08.1919
Neðri deild: 28. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1150 í C-deild Alþingistíðinda. (3729)

87. mál, dýralæknar

Gísli Sveinsson:

Hv. þingdm. geta fengið tækifæri til að greiða atkvæði með frv. og móti, þótt það sje tekið út af dagskrá í dag, til þess að hægt sje að koma með brtt. Þegar það kæmi svo aftur á dagskrá, gæfist þeim kostur á að velja á milli brtt. og frv. sjálfs.