29.08.1919
Neðri deild: 49. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1186 í C-deild Alþingistíðinda. (3795)

133. mál, lestagjald af skipum

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg skal geta þess, að brtt. þessar hafa ekki verið bornar undir fjárhagsnefndina í heild, en get lýst því yfir, að jeg fyrir mitt leyti get ekki gengið inn á þær. Mjer þykir stökk þetta alt of stórt. Hefðu háttv. flm. sett 30 smál. í staðinn fyrir 60, þá hefði það verið sök sjer.

Það eru allstór skip, sem eru 60 smálestir að stærð

Af þilskipum, sem við höfum nú, er gjaldið samkvæmt lögum frá 6. apríl 1898 reiknað þannig:

Þilskip til 20 tons, 4 hndr. á landsv., er gjaldið nálægt 6 kr. Þilskip frá 20– 40 tons, 6 hndr., nálægt 8 kr. gjald, og af skipum, sem eru 41 tons og þar yfir, 8 hndr. o. s. frv., ekki meira en 10 kr. gjald En þau skip geta verið nú frá 30–50 þús. kr. virði. Þessi skattur getur því hlutfallslega alls ekki jafnast á við fasteignaskattinn.

Auk þess eru skip, sem ekki eru notuð til fiskiveiða, alls ekki skattskyld.

En nú eru víða til hjer skip upp að 60 smál. að stærð, sem notuð eru til annars. En þau yrðu alls ekki skattskyld eftir þessu.

Jeg get því ekki sjeð, að það sje gerlegt að samþ. brtt. þessa. En ef flm. hennar óska þess, að málið sje tekið út af dagskrá, til þess að þetta verði athugað betur, og breytingin ef til vill færð niður í 30 tons, þá mun nefndin ekki hafa á móti því, að málið verði tekið út af dagskrá í þetta sinn.