04.08.1919
Efri deild: 21. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 691 í B-deild Alþingistíðinda. (386)

32. mál, sala á hrossum til útlanda

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Snemma í vor gaf landsstjórnin út bráðabirðalög um þetta efni, og eru þau samhljóða frv. því, sem nú liggur fyrir.

Frv. þetta hefir verið samþ. óbreytt í Nd. — Landbúnaðarnefndin hjer komst að sömu niðurstöðu og hv. Nd. og lítur svo á, að eftir öllum líkum að dæma hafi það verið heppilegast, að landsstjórnin tók mál þetta í sínar hendur að þessu sinni. Nefndinni er og kunnugt um það, að sama álit ríkir víðs vegar um landið. Vitanlega er verð hrossa, sem seld verða til Danmerkur í sumar, til muna lægra en í fyrra, eða um kr. 70.00 lægra fyrir hvert hross, en það er mjög eðlilegt, því að hross þar hafa fallið miklu meira í verði, jafnvel alt að helmingi.

Aftur á móti er markaðurinn að ýmsu leyti hentugri nú en í fyrra. Þá voru ekki seld, fengust ekki flutt út, nema 1000 hross, en nú 4000. Þá voru hrossin valin, þ. e. krafist, að hrossin hefðu öll vissa hæð, en nú má helmingur þeirra vera lægri þá var tilskilið, og býst jeg við að öllum þyki miklu, ef ekki mestu, máli skifta að geta selt rýrari hrossin, en haldið þeim eftir, sem stærri eru og efnilegri.

Legg jeg til, að hv. deild samþ. frv.