01.08.1919
Efri deild: 20. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1218 í C-deild Alþingistíðinda. (3861)

101. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Flm. (Sigurjón Friðjónsson):

Mjer er það ljóst, að eins og frv. liggur nú fyrir, þá lækkar það tekjuskattinn á sumum gjaldendum, en svo ber líka að líta á það, að eftir frv. fjölgar gjaldendunum, svo að það er öldungis ósannað mál, að tekjur ríkissjóðs minki eftir frv.; þær geta eins orðið meiri. Og jeg vil benda á það, að hæstv. fjármálaráðherra (S. E.) gekk alveg fram hjá eignarskattinum, en hann er í raun og veru ný tekjugrein.

Viðvíkjandi því, að hæstv. fjármálaráðherra (S. E.) hjelt því fram, að núverandi tekjuskattslög væru góð, þá vil jeg taka það fram, að það er ekki skoðun mín, og mun ekki heldur vera skoðun almennings.