23.07.1919
Neðri deild: 14. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1238 í C-deild Alþingistíðinda. (3886)

77. mál, rannsókn símleiða Árnessýslu

Flm. (Sigurður Sigurðsson):

Jeg efast ekki um það, að hv. 2. þm. S.-M. (B. St.) gangi gott eitt til með þessari athugasemd sinni. Hann vill, að málinu verði vísað til samgöngumálanefndar, og er hann þar vís til að greiða götu þess eftir mætti. En þó álit jeg till. hans óþarfa. Það er farið fram á í till. okkar, að leiðirnar sjeu rannsakaðar, og annað býst jeg ekki við að verði gert í málinu að þessu sinni. Við lögðum líka áherslu á, að málinu yrði hraðað sem mest. Þegar komið hafa fram svipaðar till. áður, eins og t. d. á síðasta þingi, þá hafa þær verið samþyktar orðalaust. Það er búið að ákveða símaleiðina með lögum, og þá liggur næst að rannsaka hana. Það er sjálfsagður hlutur, og þarf ekki frekar um það að ræða, og óþarfi að vísa málinu í nefnd.