11.09.1919
Neðri deild: 61. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1252 í C-deild Alþingistíðinda. (3908)

147. mál, lán til Flóaáveitunnar

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg skal taka það fram, að jeg álít þessa till. óþarfa. Stjórninni er heimilað í Flóaáveitulögunum að veita lánið, eða taka ábyrgð á því, og hafa framkvæmdir með höndum. Það er rjett, sem hv. flm. (S. S.) gat um, að jeg leitaði fyrir mjer um lán í síðustu utanför minni til þessa fyrirtækis, en áleit kjörin svo slæm, að rjettara væri að leita fyrir sjer um innanlandslán til fyrirtækisins. Jeg gerði þetta án tilmæla frá stjórn áveitufjelagsins; hún hefir ekki minst á þetta mál við mig fyr en eftir að jeg kom úr utanförinni. Jeg er ekki að segja þetta mjer til lofs, því þetta var sjálfsagt, en tek þetta að eins fram til að sýna, að stjórnin er vakandi í málinu, og till. því óþörf. Að öðru leyti er það þó sýnilegt, að það skiftir litlu máli, þó till. sje samþ.