11.09.1919
Neðri deild: 61. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1254 í C-deild Alþingistíðinda. (3910)

147. mál, lán til Flóaáveitunnar

Forsætisráðherra (J. M.):

Þessi till. tekur að vísu ekki til mín, en þó vildi jeg fara nokkrum orðum um hana. — Lögin skipa svo fyrir, að landsstjórnin standi fyrir verkinu og gangist fyrir að útvega lán, og veiti það, ef til þess kemur. En þessi till. fer aðeins fram á það, að landsstjórnin verði hjálpleg með að útvega lán, og losar hún þannig landið við að lána sjálft. Það er útlátalítið að leita hófanna um að fá lán, og þó að till. sje að mörgu leyti lítilsverð, og jeg geti ekki mælt með henni þess vegna, þá mun jeg þó greiða henni atkv. mitt, vegna þess, að hún losar landið við þá kvöð, að veita lánið.