27.09.1919
Sameinað þing: 4. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2514 í B-deild Alþingistíðinda. (3945)

Kosningar

Forsætisráðherra (J. M.):

Eins og hv. þm. vita, á að kjósa í nefnd þessa jafna tölu Íslendinga og Dana, og ber að kjósa í hana minst 3, en mest 4 menn úr hvoru ríki.

Í Danmörku eru nú 4 flokkar, og væri því rjettara, að vjer kysum 4 menn, í stað þriggja, eins og stjórnin skipaði til bráðabirgða.

Vitanlega er það á valdi meiri hluta þingsins að ákveða, hvor talan verður tekin, og vil jeg biðja hæstv. forseta að leita atkvæða hv. þm. um það, hvort kjósa skuli 3 eða 4.

3967

Till. um að hafa nefndarmenn 4 feld með meiri hluta atkv.

Þriggja manna nefnd því sjálfsögð.

Hlutfallskosningu var beitt samkvæmt ósk margra þm.

Fram komu 4 listar, með nöfnum jafnmargra manna, eins á hverjum. Var á A-lista Jóhannes Jóhannesson, á B-lista Böðvar Jónsson Bjarkan, á C-lista Bjarni Jónsson frá Vogi og á D-lista Einar Arnórsson.

Kosningin fór svo, að

A-listinn hlaut 11 atkv.

B-listinn 8 —

C-listinn 9 —

D-listinn 10 —, en

1 seðill var auður.

Forseti lýsti því kjörna nefndarmenn: Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeta, Einar Arnórsson, prófessor, og

Bjarna Jónsson, dósent.

8. Gæslustjóri Söfnunarsjóðsins.

Á 57. fundi í Nd., laugardaginn 6. sept., var tekin til meðferðar

Kosning gæslustjóra Söfnunarsjóðs Íslands fyrir tímabilið frá 1. jan 1920 til 31. des. 1923.

Kosningu hlaut

Einar Gunnarsson, sjálfseignarbóndi í Gröf undir Jökli sunnan, með 9 atkv.

Björn Stefánsson, alþm., Einar próf. Arnórsson, Jóhannes adjunkt Sigfússon og Sigurður fyrv. sýslumaður Þórðarson hlutu 1 atkv. hver, en 5 seðlar voru auðir.

9. Stjórn Minningarsjóðs Jóns frá Gautlöndum.

Á 65. fundi í Nd., þriðjudaginn 16. sept., var tekin til meðferðar

Kosning tveggja manna í stjórn Minningarsjóðs Jóns alþingismanns Sigurðssonar frá Gautlöndum, fyrir tímabilið frá 1. jan. 1920 til 31. des. 1925.