08.07.1919
Neðri deild: 5. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 697 í B-deild Alþingistíðinda. (408)

37. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o.fl.

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg mundi ekki hafa stungið upp á þessum tekjuauka, ef nauðsynin væri ekki eins brýn og hún er. Það er þá líka bót í máli, að skatturinn er svo lágr, að sjávarútvegurinn kemur til að muna lítið um hann, en ríkissjóðinn munar aftur mikið um tekjuaukann af þessu frv., sem er áætlaður um kr. 160,000.

Annars þarf ekki að eyða neinum orðum um frv., en jeg vil óska, að hv. Alþingi afgreiði það sem fyrst.

Jeg leyfi mjer að stinga upp á, að frv. verði vísað til fjárhagsnefndar.