11.08.1919
Efri deild: 27. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 777 í B-deild Alþingistíðinda. (457)

37. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o.fl.

Magnús Kristjánsson:

Jeg vil þakka hv. 1. þm. Rang. (E. P.) fyrir það að þótt hann vilji oss alla feiga, sem erum á gagnstæðri skoðun við hann, þá skuli hann þó sýna svo mikla óeigingirni, að vilja kasta á oss rekunum endurgjaldslaust.

Jeg þykist nú sjá, að hinn verri málstaður muni verða ofan á og að mín sanngjarna till. muni verða feld. En með því að mjer þykir ilt, að menn saurgi hendur sínar með blóði hennar, tek jeg hana aftur með því skilyrði, að hæstv. forseti beri upp í tvennu lagi 2. brtt. meiri hl. á þgskj 274, hvora setninguna sjer.