08.07.1919
Neðri deild: 4. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 829 í B-deild Alþingistíðinda. (519)

10. mál, húsaleiga í Reykjavík

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Mál þetta er fram komið fyrir tilmæli bæjarstjórnar Reykjavíkur. Hingað til hefir þingið ekki hindrað framgang þess, en næstum óskift fylgt bæjarstjórninni.

Mun jeg láta nægja að vísa til athugasemda frv. um einstök atriði þess.

En jeg er í nokkrum vafa um, til hvaða nefndar vísa skuli málinu; að líkindum verður það að fara í ruslakistu þá, er allsherjarnefnd kallast.