06.08.1919
Efri deild: 22. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 832 í B-deild Alþingistíðinda. (531)

10. mál, húsaleiga í Reykjavík

Frsm. (Guðjón Guðlaugsson):

Nefndin hefir ekki athugað þetta mál frá því við 2. umr., hafði ekki búist við því, að þess þyrfti. En nú hefi jeg heyrt forseta lesa upp tilkynning um það, að lögð hefði verið fram á lestrarsal áskorun frá fjölda Reykvíkinga um það, að fá lögin afnumin. Nefndin hefir ekki haft tækifæri til þess að kynna sjer þær ástæður, sem færðar eru í nefndri áskorun; fyrir því leyfi jeg mjer að óska þess, að hæstv. forseti taki málið út af dagskrá.