07.07.1919
Neðri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 836 í B-deild Alþingistíðinda. (536)

14. mál, stofnun Landsbanka

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Það getur verið, að fyrsta tilefnið til þessa frv. hafi verið það, að launalagafrv. er lagt fyrir þetta þing. En launaákvæði bankans geta ekki heimfærst undir þau lög, en hins vegar er full ástæða til að liðka eitthvað um launakjör starfsmanna hans.

Í 5. gr. frv. eru því ákvæði, sem að því lúta, en um leið er tækifærið notað til að setja skýrt fram í einni heild ýms ákvæði um bankann. Í 9. gr. eru því talin ýms ákvæði sem staðið hafa á víð og dreif, en eru nú úr gildi numin með lögum þessum.

Að öðru leyti vona jeg, að athugasemdirnar sem frv. fylgja, nægi til skýringar. Vil jeg því óska, að því verði vísað til fjárhagsnefndar, að þessari umr. lokinni.