07.08.1919
Neðri deild: 27. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 851 í B-deild Alþingistíðinda. (545)

14. mál, stofnun Landsbanka

Pjetur Jónsson:

Jeg hefi komið með brtt. á þgskj. 265, sem er sama eðlis og till. hv. þm. V.-Ísf. (M. Ó.), en gengur að eins lengra í því, að bæta laun bankastjóranna. Því jeg lít svo á, að Landsbankinn megi ekki verða í vandræðum með að geta kept við aðrar samskonar stofnanir um að fá hæfa menn í stöður sínar. En það getur að eins orðið með því, að borga mönnunum sæmilega. Og jeg hygg, að það sje vandfenginn „fagmaður“ með minni launum en þeim, sem jeg sting upp á hjer.