03.09.1919
Neðri deild: 53. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 182 í B-deild Alþingistíðinda. (57)

1. mál, fjárlög 1920 og 1921

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg gleymdi alveg að minnast á brtt. á þgskj. 616, sem hv. 2. þm. Rang. (E. J.) hefir nú talað um. Jeg legst ekki á móti málinu af því að jeg telji ekki manninn alls góðs maklegan, heldur af því, að hjer er um skakka stefnu að ræða. Það á að stofna læknisembætti handa ólærðum manni, próflausum. Jeg vil benda á, hvort eigi mætti fara þá leið, að veita þessum manni viðurkenningu eitt skifti fyrir öll. Jeg tel hann þess verðan, og væri þeim peningum ekki illa varið, en hitt get jeg ekki fallist á, að stofna nýtt embætti handa þessum manni.