07.07.1919
Efri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 909 í B-deild Alþingistíðinda. (625)

18. mál, fasteignamat

Fjármálaráðherra (S. E.):

Ástæðan fyrir því, að þetta frv. er lagt fyrir Alþingi er sú, að fasteignamatsnefndirnar samkvæmt lögum 3. nóv. 1915. gátu ekki lokið störfum sínum fyrir þann dag er lögin ákveða, sem sje 1. ágúst 1918. Því er það lagt til að veita frest eins og til er tekið í 1. gr. frv.

Að öðru leyti þarfnast frv. ekki skýringar. Legg jeg til að því sje vísað til landbúnaðarnefndar.