16.08.1919
Efri deild: 32. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 915 í B-deild Alþingistíðinda. (636)

18. mál, fasteignamat

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg get ímyndað mjer það, að samræmi innan hvers hjeraðs sje nærri sanni. Þar á móti sje ekki sama máli að gegna um samræmið milli hjeraðanna, og sje það þá hlutverk þessarar landsnefndar að kippa því í lag. Það er alveg rjett hjá hv. 4. landsk. þm. (G. G.), að hjer sje um vandasamt verk að ræða, og að mikið sje undir því komið að valinn maður sje í hverju rúmi. Stjórnin mun að sjálfsögðu reyna að gera sitt til þess, að verkið verði sem best af hendi leyst. Mjer er nær að halda að það sje rjett, að tíminn sje of stuttur, en það gerir ekki svo mikið til. með því að altaf er hægur hjá að framlengja.