16.08.1919
Efri deild: 32. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 920 í B-deild Alþingistíðinda. (641)

18. mál, fasteignamat

Guðmundur Ólafsson:

Það var tekið fram áðan af hv. 4. landsk. þm. (G. G.), að jarðir í Strandasýslu hefðu verið metnar eftir peningaverðlagi 1916 en Alþingi 1915 ætlaðist til að verðlagið 1914 væri lagt til grundvallar. Í tilefni af þessu dettur mjer í hug að líklegt sje, að verðlag eða peningaverð það, sem matsnefndir hafa lagt til grundvallar hafi getað verið mjög mismunandi, enda ekki jafnhátt í öllum sýslum landsins því eins og allir vita, hefir það verið að stórhækka öll stríðsárin. Það er því nauðsynlegt, að nefndin útvegi sjer glöggar upplýsingar um, hvaða peningaverð matsnefndirnar hafi lagt til grundvallar við mat sitt.