28.08.1919
Neðri deild: 48. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 933 í B-deild Alþingistíðinda. (660)

18. mál, fasteignamat

Frsm. (Jón Jónsson):

Jeg vil að eins benda á það, að ekki hefði getað komið til mála, að þingnefnd kæmi í stað þessarar nefndar, til þess að reka endahnútinn á fasteignamatið, eins og hv. þm. Mýra. (P. Þ.; virtist álíta að hægt hefði verið. Þó að nefnd hefði verið kosin til þess verks hjer í þinginu, hefði hún ekki haft nokkurn tíma til að ljúka því starfi, þó að matinu hefði nú verið lokið og öll gögn málsins legið fyrir. Til þess er það of umfangsmikið. Jeg held enn fremur, að ekki komi til mála að setja væntanlegri nefnd nokkrar reglur um það, hvernig hún eigi að haga starfi sínu. Hún verður sjálf að bera ábyrgð á því, og verður svo úrskurður hennar að gilda þangað til nýtt mat fer fram. En auðvitað er það afarmikilvægt, að vel hæfir menn veljist í nefndina.