28.08.1919
Neðri deild: 48. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 933 í B-deild Alþingistíðinda. (661)

18. mál, fasteignamat

Pjetur Jónsson:

Jeg greip fram í fyrir hv. þm. Mýra. (P. Þ.), af því mjer virðist koma fram misskilningur hjá honum á starfi væntanlegrar yfirmatsnefndar. Vitaskuld er ekki ætlast til þess, að hún fari að virða upp jarðir um land alt, heldur verður aðalstarf hennar fólgið í því að athuga, hvort matið yfirleitt í hverri sýslu um sig sje of hátt eða of lágt, eftir þeirri grundvallarreglu, sem hún byggir á. Nú er það kunnugt, að matið er mjög misjaft milli einstakra hjeraða. Og þetta þarf nefndin að laga. En hún getur varla farið að gera upp á milli einstakra jarða innan sama hjeraðs, enda er gilil ástæða til að ætla, að matið sje nokkuð samræmt í hverju hjeraði fyrir sig.

Eina rjetta grundvallarreglan fyrir matinu er vitanlega verð jarðanna eins og þær ganga kaupum og sölum, og tel jeg því ólíklegt, að nefndin lækki matið mikið, því það má gera ráð fyrir, að það hafi hvergi verið of hátt. Miklu fremur mun það of lágt víða.