15.08.1919
Neðri deild: 36. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 940 í B-deild Alþingistíðinda. (673)

2. mál, fjáraukalög 1916 og 1917

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Örfá orð. Jeg var alls ekki að lá yfirskoðunarmönnum landsreikninganna, þó þeir hafi gert þessa athugasemd út af Skagfirðingabrautinni. En þeim hefði verið í lófa lagið að sjá hvort stjórnin hefði ekki svarað rjett, áður en þeir gerðu till. sína. Mjer finst það skylda þeirra að athuga, hvort svörin eru rjett. athuga það eftir atvikum með því að líta í næst árs reikning.

Það er sem sagt langt frá, að jeg ávíti yfirskoðunarmennina fyrir þetta. En í till. sínum til úrskurða hefðu þeir getað farið rjetta leið, ef þeir hefðu athugað landsreikninginn 1917.