21.07.1919
Neðri deild: 12. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 949 í B-deild Alþingistíðinda. (705)

8. mál, mat á saltkjöti til útflutnings

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Nefndinni var kunnugt um, að stimplunin gæti orðið örðug á einstaka útflutningsstað og gæti haft dálítinn kostnað í för með sjer, samkvæmt ákvæðum 2. gr. Í þessu efni munu þó að eins koma til greina nokkrir staðir í Barðastrandarsýslu. En nefndin hefir nú viljað taka þetta ákvæði til íhugunar, eins og jeg gat um við 2. umr. málsins og hefi jeg því umboð til að æskja þess, að málið sje tekið út af dagskrá.