20.08.1919
Efri deild: 35. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 960 í B-deild Alþingistíðinda. (720)

8. mál, mat á saltkjöti til útflutnings

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Þetta frv. er komið frá þeim mönnum, sem mest hafa haft með höndum útflutning saltkjöts hin síðari ár, og er af þeim talið nauðsynlegt til þess að bæta sölu saltkjöts erlendis. Var þetta fyrirkomulag, sem í frv. felst, reynt í fyrra haust og talið af útflutningsnefnd vera til bóta. Að öðru leyti get jeg vísað til nál. um málið, en skal að eins drepa á brtt. nefndarinnar.

Hin fyrsta brtt. hnígur að því, að undirmatsmenn skuli skipaðir eftir tillögum yfirmatsmanna og forstöðumanna sláturhúsanna, og kaup þeirra ákveðið af yfirmatsmönnunum í samráði við forstöðumenn sláturhúsa og hlutaðeigandi verslanir, í stað þess, að í frv. er þetta lagt á stjórnarráðið. Afleiðing af þessu er brtt. við 7. gr.

Brtt. við 9. gr. hnígur að því að takmarka undanþágur frá slátrun í sláturhús um.

Síðasta brtt. er komin til af því, að nefndinni þóttu sektirnar helst til lágar