29.08.1919
Neðri deild: 49. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 967 í B-deild Alþingistíðinda. (732)

8. mál, mat á saltkjöti til útflutnings

Gísli Sveinsson:

Jeg þykist mega álykta og slá föstu af svari hv. frsm. (P. Þ.), sem tilætlun og skilningi nefndarinnar, í fyrsta lagi, að sjerhvert það húsrúm, sem slátrað er í og tekið er gilt til þess af yfirmatsmanni, er „sláturhús“ í merkingu laganna. „Forstöðumenn“ þeirra eru þeir sem láta slátra þar, t. d. kaupmenn, verslanir o. s. frv.

Í öðru lagi: Forstöðumaður sá, er leita ber til eða gera á tillögur fyrir deildir Sláturfjelags Suðurlands, er forstjórinn hjer í Reykjavík, en ekki deildarstjórarnir.

Í þriðja lagi: Ef þessa aðilja greinir á (6. gr. laganna), sker lögreglustjóri úr, enda hafa þeir að eins tillögurjett.

Það er áríðandi, að þetta sje ákveðið og ljóst, vegna framkvæmda laganna, og hefi jeg af þeim sökum gert fyrirspurnirnar.