30.07.1919
Neðri deild: 21. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 975 í B-deild Alþingistíðinda. (743)

3. mál, fjáraukalög 1918 og 1919

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Í tilefni af fjárupphæð til að endurreisa skólahúsið á Hvanneyri skrifuðu fjárveitinganefndirnar stjórninni. Stjórnin gat ekki sint málinu fyr en á morgun, að það var til umræðu á fundi ráðuneytisins, og kom stjórnin sjer þar saman um að óska samtals við fjárveitinganefnd. Vona jeg að þetta viðtal geti átt sjer stað sem fyrst til nánari skýringa og tefjist því málið ekki til skaða.

Brtt. á þgskj. 209 býst jeg við að stjórnin geti gengið inn á, og um brtt. á þgskj. 207 er það að segja, að mjer fyrir mitt leyti finst sanngjarnt, að ívilnun sú sje veitt, sem þar er farið fram á, en jafnframt sjálfsagt að athuga þetta nánar.