30.07.1919
Neðri deild: 21. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 979 í B-deild Alþingistíðinda. (748)

3. mál, fjáraukalög 1918 og 1919

Forsætisráðherra (J. M.):

Hv. 1. þm. Árn. (S. S). sagði, að ráðherrarnir hefðu lofast til að greiða fyrir því að styrkur til síldarflutningsins austur yrði veittur. Það er of mikið sagt, að minsta kosti hvað þá alla snertir. Það er satt, að það var talað um málið við mig og mjer sagt um leið, að búið væri að tala við hina, og sagði jeg þá þetta því jeg man hvernig orðin fjellu: „Ef hinir ráðherrarnir hafa lofað samþykki sínu, þá verð jeg ekki meinsmaður málsins.“ Annað og meira sagði jeg ekki. Að öðru leyti get jeg búist við, að hv. fjárveitinganefnd geti komist að þeirri niðurstöðu. við nánari athugun, að málaleitunin sje ekki ósanngjörn.