30.07.1919
Neðri deild: 21. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 987 í B-deild Alþingistíðinda. (756)

3. mál, fjáraukalög 1918 og 1919

Þórarinn Jónsson:

Jeg skal taka það fram, út af ræðu háttv. þm. V.-Sk. (G. Sv.), að styrkurinn er ekki veittur til læknisbústaðar. Byggingin varð að vísu dýrari vegna hans, en þó er um styrkinn sótt vegna dýrtíðar á efni og vinnu, og landlæknir hefir mælt með styrknum sem dýrtíðarstyrk.