15.08.1919
Efri deild: 31. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1017 í B-deild Alþingistíðinda. (782)

3. mál, fjáraukalög 1918 og 1919

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg skal geta þess, að þingsál. till. á þgskj. 119 kemur ekki í bág við þetta mál. Það hefir enginn ágreiningur verið um að leggja línuna frá Kiðjabergi um Borg að Torfastöðum, en álitamál hefir þótt, hvort ætti að leggja línuna þaðan upp í Hreppa, eða frá Þjórsárbrú þangað. Það er til kostnaðaráætlun um línuna frá Kiðjabergi um Borg og að Torfastöðum, svo óþarft er að rannsaka hana.