07.07.1919
Neðri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1046 í B-deild Alþingistíðinda. (851)

40. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Forsætisráðherra (J. M):

Þetta er að mestu sama frv. og stjórnin bar fram í fyrra. Eina breytingin er sú, að stjórnin taldi sanngjarnt að setja í frv. ákvæði um bráðabirgðauppbót, á sama hátt eins og handa starfsmönnum landsins.

Þetta frv. er svo skylt launafrv., að rjettast mun vera að vísa því til launamálanefndarinnar, enda mun það ekki tefja störf hennar að ráði.