18.09.1919
Efri deild: 59. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1096 í B-deild Alþingistíðinda. (883)

40. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Kristinn Daníelsson:

Jeg á örlitla brtt. á þgskj. 885, sem jeg ber upp í eigin nafni, en ekki nefndarinnar, þar sem jeg gat ekki náð tali af öllum nefndarmönnum; en þeir, sem jeg náði tali af, tjáðu sig hlynta brtt. Tillagan gengur í þá átt, að stúdentar geti einnig orðið skipaðir barnakennarar, ef þeir, auk stúdentsprófsins, taka próf í uppeldisfræði og kenslufræði. — Er gengið út frá því, að þeir hafi fengið svo mikla almenna mentun í mentaskólanum, að þeir hafa næga þekkingu til að takast á hendur kenslu, þegar þeir hafa tekið próf í þessum greinum.

Getur tæplega orðið ágreiningur um það, að tillaga þessi er til bóta, því vel getur verið, að til sjeu þeir menn, er vilja leggja fyrir sig barnakenslu að afloknu stúdentsprófi, og væri illa farið, ef þeim væri fyrirmunað það.