10.02.1920
Sameinað þing: 1. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 18 í B-deild Alþingistíðinda. (10)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 1. kjörbrjefadeildar (Eiríkur Einarsson):

Hjer mætti til sanns vegar færa málsháttinn, að „fátt er of vandlega hingað“, og finst mjer, að ekki ætti að hrapa að þessu máli, af þeim ástæðum, er jeg hefi áður tekið fram, þar sem það virðist síður en svo, að nokkur flýtir sje bráðnauðsynlegur. En það get jeg lagt áherslu á, að ef kosningin á 2. þm. Reykv. (Jak. M.) verður gerð ógild, þá kemur það spánnýja fram, að í tvímenningskjördæmi verður að eins kosið um einn. Vakir fyrir mjer, að þetta sje mjög varhugavert, og þingið komist með þessu móti inn á hálar brautir, og það skapist, ef farið yrði að teygja kosningalögin út fyrir ákvæði sín, með þessu hættulegt fordæmi í framtíðinni, er síðar gæti valdið ýmsum glundroða.