14.02.1920
Efri deild: 4. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í C-deild Alþingistíðinda. (1008)

6. mál, skipulag kauptúna og sjávarþorpa

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Það vill svo einkennilega til, að öll mál á dagskrám í báðum deildum lúta atvinnudeild. Jeg get því ekki haft langt mál um hvert mál út af fyrir sig, enda hygg jeg, að þess gerist alls ekki þörf.

Jeg skal taka það fram, að þetta frv. hefir fengið allgóðan undirbúning af læknum og byggingarfróðum mönnum.

Jeg vildi helst, með leyfi hæstv. forseta, minnast á hitt frv., sem sje 2. mál á dagskrá, um leið. Frv. um einkaleyfi er gamall kunningi, eftirlegukind frá í fyrra. Hv. Nd. hafnaði hvorki frv. nje samþ. það, heldur varð það í hóp hinna „óútræddu“ mála. Skal jeg ekki lengja umr. að sinni.