26.02.1920
Efri deild: 12. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í C-deild Alþingistíðinda. (1016)

7. mál, einkaleyfi

Sigurður Jónsson:

Þegar jeg flutti þetta frv. á þingi, sem atvinnumálaráðh., þá gat jeg þess, að það væri eftirlegukind frá því í fyrra, því þá var eins og nú ekki tími til að ræða það í Nd. Jeg hjelt, að jeg væri málinu kunnugur, en er jeg sje breytingarnar, þá verð jeg að játa, að jeg er ekki nógu vel undir það búinn að greiða atkv. um það eða brtt. nefndarinnar, sem eru fjölda margar og koma mjer nú fyrst fyrir augu. Nefndin hefir lagt mikla rækt við málið, og hefir hún komið í ljós í mörgum brtt. Jeg vil málinu það besta, en hygg ekki, að því liggi svo á, að það þurfi að hrapa að því á þessu þingi.

Jeg vildi skjóta því til hv. flm. (B. K.), hvort hann væri á móti því, að málið yrði tekið út af dagskrá í dag, því það er lítil von til þess, að frv. komist í gegnum þingið að þessu sinni.