20.02.1920
Neðri deild: 8. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í C-deild Alþingistíðinda. (1048)

26. mál, laun embættismanna

Flm. (Þorsteinn Jónsson):

Þótt jeg telji enga þörf á að vísa málinu til nefndar, tel jeg rjettast, ef það fer á annað borð í nefnd, að því verði vísað til allsherjarnefndar, þar sem það er náskylt málinu um skiftingu Hróarstunguhjeraðs í tvö læknishjeruð. Þó að þetta sje fjárhagslegt atriði og sje að því leyti skylt fjárveitinganefnd, getur allsherjarnefnd borið sig saman við hana. Það er algengt, þegar um slík mál sem þetta er að ræða.