10.02.1920
Neðri deild: 1. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í B-deild Alþingistíðinda. (108)

Þingsetning nd

Þessir þingmenn sátu neðri deild:

1. Benedikt Sveinsson, þm. N.-Þ.

2. Bjarni Jónsson, þm. Dala.

3. Björn Hallsson, 2. þm. N.-M.

4. Einar Þorgilsson, 1. þm. G.-K.

5. Eiríkur Einarsson, 1. þm. Árn.

6. Gísli Sveinsson, þm. V.-Sk.

7. Gunnar Sigurðsson, 1. þm. Rang.

8. Hákon Kristófersson, þm. Barð.

9. Jón Auðunn Jónsson, þm. Ísaf.

10. Jón Sigurðsson, 2. þm. Skagf.

11. Magnús Guðmundsson, 1. þm. Skagf.

12. Magnús Kristjánsson, þm. Ak.

13. Magnús Pjetursson, þm. Stranda.

14. Ólafur Proppé, þm. V.-Ísf.

15. Pjetur Jónsson, þm. S.-Þ.

16. Pjetur Ottesen, þm. Borgf.

17. Pjetur Þórðarson, þm. Mýra.

18. Sigurður Stefánsson, þm. N.-Ísf.

19. Stefán Stefánsson, 1. þm. Eyf.

20. Sveinn Björnsson, 1. þm. Reykv.

21. Sveinn Ólafsson, 1. þm. S.-M.

22. Þorleifur Guðmundsson, 2. þm. Árn.

23. Þorleifur Jónsson, þm. A.-Sk.

24. Þorsteinn Jónsson, 1. þm. N.-M.

25. Þórarinn Jónsson, 2. þm. Húnv.

Voru allir þessir til þings komnir og á fundi. En óskipað var að sinni í deildinni sæti 2. þm. Reykv., með því að sameinað Alþingi hafði metið þá kosningu ógilda.

Elsti maður deildarinnar, Sigurður Stefánsson, þm. N.-Ísf., tók forsæti, til þess að gangast fyrir kosningu forseta deildarinnar, og kvaddi þá Gísla Sveinsson, þm. V.-Sk. og Þorstein Jónsson, 1. þm. N.-M., sjer til aðstoðar sem skrifara.