10.02.1920
Neðri deild: 1. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 64 í B-deild Alþingistíðinda. (110)

Kosning forseta og skrifara

Bjarni Jónsson:

Jeg verð af hrærðum hug að þakka traust það, sem mjer er sýnt ár eftir ár með því að fela mjer þetta virðulega embætti. Nú er jeg kominn að fótum fram, og staðan er vandasöm, en þó hygg jeg, að jeg nenni ekki að segja af mjer þingmensku þess vegna.

Var þessu næst gengið til kosninga á skrifurum deildarinnar og hlutfallskosning viðhöfð.

Tveir listar komu fram. Á öðrum, er merktur var A, stóð Þorsteinn Jónsson, en á hinum, B-listanum, var Gísli Sveinsson.

Lýsti forseti þá rjett kjörna skrifara deildarinnar

Þorstein Jónsson, 1. þm. N.-M., og

Gísla Sveinsson, þm. V.-Sk.