26.02.1920
Efri deild: 12. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (131)

1. mál, stjórnarskrá konungsríkisins Íslands

Frsm. (Einar Árnason):

Það er óþarfi að ræða málið. Deildinni er kunnugt, að það kemur frá hv. Nd. og að það er samhljóða frumvarpi því, er síðasta Alþingi samþykti. Það hafa engar raddir heyrst um, að óánægja væri með frv., heldur þvert á móti eru flestir einhuga um, að málið nái fram að ganga. Jeg óska þess fyrir hönd stjórnarskrárnefndarinnar, að hv. deild samþykki það.