23.02.1920
Neðri deild: 10. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í B-deild Alþingistíðinda. (161)

8. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Frsm. (Þórarinn Jónsson):

Jeg vil að eins gera stutta athugasemd. Jeg vil ekkert segja sjerstakt fyrir hönd nefndarinnar, því jeg álít nefndarmenn alveg óbundna um atkvæði sitt.

Brtt. á þgskj. 58 er í þá átt, að færa til betra máls, og verður því að sjálfsögðu samþykt.

Viðvíkjandi brtt. á þgskj. 79, þá vildi nefndin ekki leggja til, að kosningunni yrði frestað, en annars hefir hver nefndarmaður óbundið atkvæði um þetta.

Jeg ætla ekki að neinu leyti að blanda mjer inn í þær umr., sem nú hafa fram farið, því mjer finst þær ekki hafa snert málið sjálft svo mikið, en vildi að eins segja, að hver sem kjördæmaskiftingin framvegis verður, þá þykist jeg vita, að hún muni verða bygð á þeim rjettmætum kröfum, sem unt verður að taka til greina.