23.02.1920
Neðri deild: 10. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 121 í B-deild Alþingistíðinda. (168)

8. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Magnús Kristjánsson:

Það er nú búið að þvæla svo mikið um þetta mál, að mjer finst ekki á það bætandi, og vil jeg því ekki tefja umræðurnar, en að eins gera grein fyrir atkv. mínu.

Jeg greiði brtt. á þgskj. 71 atkv. mitt. En úr því að um hlutfallskosningu er að ræða, finst mjer ekki rjett að vera að kjósa þm. kjördæmisins í mörgu lagi. Annaðhvort greiði jeg því brtt. á þgskj. 71 atkv. mitt, eða þá jeg greiði atkvæði á móti frv., nema ef hv. þm. Reykv. vildu gefa yfirlýsingu um það, að þeir myndu láta af þingmensku, og kosið yrði með hlutfallskosningu í einu um alla þingmennina. En það býst jeg ekki við að hv. þm. vilji. Annars kemur fram misrjetti, sem jeg vil ekki eiga þátt í að skapa.