10.02.1920
Sameinað þing: 1. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 27 í B-deild Alþingistíðinda. (19)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 1. kjörbrjefadeildar (Eiríkur Einarsson):

Háttv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) vísaði til 5. gr. þingskapanna og þóttist þar fá styrka stoð fyrir máli sínu. Sú grein nefnir sem ástæðu til frestunar, að skýrslu þurfi að fá. En til þess er fyrst og fremst að svara, að orðið skýrsla er mjög svo teygjanlegt. Ýmislegar upplýsingar, sem talað hefir verið um að þyrfti á að halda, það er skýrsla, og mætti þar til nefna frekari skýringar um aukakjörskrána, er hv. þm. Dala. (B. J.) mintist á. Og einmitt vegna þessarar skoðunar hefi jeg leyft mjer að leggja fram frestunartillögu, sem jeg tel vera í fylsta samræmi við lögin; er nefnd skýrsla til dæmis sem ein meðal höfuðástæðna til frestunar.