10.02.1920
Sameinað þing: 1. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 27 í B-deild Alþingistíðinda. (20)

Rannsókn kjörbréfa

Gísli Sveinsson:

Jeg vildi að eins benda á, að fyrir koma formgallar um alt land, og að fyrir koma gallar á meðferð kjörstjórnar miklu meiri en hjer er um að tala, og er þó alt tekið gilt, — margskonar misfellur við kosningarnar í öllum kjördæmum landsins, sem enginn kærir yfir. Má t. d. taka Strandasýslukjördæmi síðast, að sögn, og einnig Dalasýslu. Þar var heill hreppur, sem krossaði seðlana í stað þess að stimpla þá, eins og lög mæla fyrir. Og þegar þessa er gætt, að margir og stærri formgallar koma fyrir víðs vegar í kjördæmum og eru áótaldir, þá virðist það nokkuð hart að láta setja stærsta kjördæmi landsins á annan endann fyrir þá einu lítilfjörlegu formsök, að örfáir menn hafa kosið, þótt þá skorti nokkrar vikur til þess að hafa náð nægilegum aldri, sem þeir nú hafa náð.